Íbúðaverð á hreyfingu

Sturla Geirsson stýrir uppbyggingunni.
Sturla Geirsson stýrir uppbyggingunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verð íbúða í fjölbýli lækkaði í miðborginni, Vesturbænum og Hlíðunum í Reykjavík á fyrsta fjórðungi í ár. Það hækkaði hins vegar í Seljahverfinu, Breiðholti og Grafarvogi.

Fermetraverð í Breiðholti er nú um 400 þúsund krónur og kostar 100 fermetra íbúð þar því 40 milljónir. Framboð nýrra íbúða í miðborginni er nú sennilega án fordæma.

Sturla Geirsson, framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Rauðsvíkur, sem byggir á annað hundrað íbúðir við Hverfisgötu, segir fyrirséð að verð nýrra íbúða í miðborginni muni hækka á næstu árum. Þá ekki síst vegna hækkandi byggingarkostnaðar. „Málið er að byggingarkostnaður hefur hækkað verulega síðustu misseri, bæði efni og vinna,“ segir Sturla, í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK