Harpa nýr framkvæmdastjóri LSR

Harpa Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri LSR.
Harpa Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri LSR. Ljósmynd/Aðsend

Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri LSR – Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, sem er stærsti og elsti lífeyrissjóðs landsins. 

Harpa tekur síðsumars við af Hauki Hafsteinssyni, sem verið hefur framkvæmdastjóri sjóðsins frá 1985 eða í 34 ár samfleytt.

Harpa er með BS-gráðu í stærðfræði frá Háskóla Íslands og meistara- og doktorspróf í verkfræði frá Tækniháskóla Danmerkur. Er hún í fréttatilkynningu sögð „reyndur stjórnandi með víðtæka þekkingu á íslensku fjármálakerfi og hefur átt mikil alþjóðleg samskipti á sviði fjármála fyrir hönd Seðlabankans“.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK