Verð á bitcoin rýkur upp

Verðið á bitcoin hefur hækkað gríðarlega síðan að Facebook tilkynnti ...
Verðið á bitcoin hefur hækkað gríðarlega síðan að Facebook tilkynnti um útgáfu rafmyntar samfélagsmiðilsins, líbru. AFP

Verðið á rafmyntinni bitcoin hefur rokið upp að undanförnu. Á síðasta sólarhringnum hefur Bitcoin hækkað um 17,5% en verðið á bitcoin stendur nú í 13.364 bandaríkjadölum.

Frá ársbyrjun 2019 hefur verðið hækkað um rúm 261% en þann 1. janúar 2019 var verðið á rafmyntinni um 3.700 bandaríkjadalir.

Í frétt Telegraph kemur fram að áætlanir Facebook um útgáfu rafmyntarinnar líbru hafi á ný vakið áhuga fjárfesta á rafmyntamarkaðnum. Í síðustu viku hækkaði gengið um 40% en aðeins er vika síðan Facebook tilkynnti um útgáfu rafmyntarinnar.

Facebook hefur sagt að milljarðar notenda sinna gætu notað líbruna í gegnum þjónustumöguleika á borð við Messenger, WhatsApp og Instagram til þess að framkvæma greiðslur á netinu.

Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, sagði að markmið fyrirtækisins væri að „auðvelda öllum að senda og taka á móti peningum alveg eins og fólk notar forritin okkar til þess senda skilaboð og myndir,“ sagði Zuckerberg.

Mark Zuckerberg.
Mark Zuckerberg. AFP
mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir