Meiri áhersla lögð á stjórnun

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Golli

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Benedikt Árnason, skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins, og Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í sama ráðuneyti, funda nú í vikunni með þeim umsækjendum um stöðu seðlabankastjóra sem metnir voru „mjög vel hæfir“ og „vel hæfir“ af sérstakri hæfisnefnd sem fór yfir umsóknir.

Þeir sem metnir voru mjög hæfir voru þeir Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, Ásgeir Jónsson forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, Jón Daníelsson, prófessor við LSE í London, og Arnór Sighvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra og fyrrverandi aðalhagfræðingur og aðstoðarseðlabankastjóri.

Þeir umsækjendur sem metnir voru vel hæfir voru þau Gunnar Haraldsson, fyrrverandi forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, Gylfi Arnbjörnsson fyrrverandi forseti ASÍ, Katrín Ólafsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík, Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabankanum, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

Heimildir ViðskiptaMoggans herma að í viðtölunum, sem eru innan við klukkutími að lengd, hafi meiri áhersla verið lögð á þann þátt í mati á umsækjendum sem snýr að stjórnunarhæfileikum og hæfni í mannlegum samskiptum en gert hafi verið í fyrri viðtölum, en sérstaklega var kveðið á um þessa þætti í upphaflegu starfsauglýsingunni.

Lesa má ítarlega frétt um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK