Una ráðin til Landsbankans

Una Jónsdóttir.
Una Jónsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Una Jónsdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá hagfræðideild Landsbankans.

Una starfaði hjá Íbúðalánasjóði á árunum 2016 til 2019, m.a. sem deildarstjóri leigumarkaðsdeildar. Áður starfaði hún sem hagfræðingur í hagdeild Alþýðusambands Íslands, að því er segir í tilkynningu.

Una Lauk M.Sc. gráðu í hagfræði frá Humboldt-háskólanum í Berlín í Þýskalandi árið 2015 og BS gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2012.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK