365 kaupir í Skeljungi

Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir.
Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Kauphöllin tilkynnti í dag kaup félagsins 365 I ehf. á hlutabréfum í Skeljungi hf. Ingibjörg Pálmadóttir er endanlegur eigandi hlutabréfanna og þar sem eiginmaður hennar Jón Ásgeir Jóhannesson er varaformaður stjórnar Skeljungs hefur hann stöðu fruminnherja.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni.

Um var að ræða kaup á sjö milljónum hluta í Skeljungi á verðinu 7,765 krónur á hlut sem samsvarar tæpum 55 milljónum króna.

365 hf. og önnur félög tengd Ingibjörgu Pálmadóttur fara nú með atkvæðisrétt vegna 242.500.000 hluta í Skeljungi hf., ýmist í eigin nafni eða gegnum framvirka samninga. Atkvæðisrétturinn nemur um 11% útgefinna hluta að því er fram kemur í tilkynningunni.

Ingibjörg festi kaup á stórum hlut í Skeljungi á síðasta ári. Jón Ásgeir var kosinn í stjórn félagsins á síðasta aðalfundi félagsins í maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK