Stefnir í fullnýtta fjárheimild

Mikill vöxtur er í gerð sjónvarpsþátta.
Mikill vöxtur er í gerð sjónvarpsþátta. Ljósmynd/Lilja Jóns

Framleiðendur kvikmynda eða sjónvarpsefnis á Íslandi geta fengið 25% af kostnaði endurgreidd an og hafa rétt rúmlega 828 milljónir króna verið endurgreiddar það sem af er ári. Þá stefnir í að 965,7 milljóna fjárheimild til slíkra endurgreiðslna á fjárlögum þessa árs verði fullnýttar á árinu, að sögn Jóns Óskars Hallgrímssonar, fjármálastjóra Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

„Nú er þetta komið nokkuð hátt og flæði verkefna er nokkuð stöðugt. Þetta eru um tíu umsóknir á mánuði,“ segir hann og bendir á að fari svo að umsóknir um endurgreiðslu verði umfram samþykktar fjárheimildir færist þær yfir á næsta fjárlagaár.

„Það er alveg klárlega vöxtur í greininni,“ segir Guðrún Edda Þórhannesdóttir, varaformaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda. „Við vorum með rosalega stór ár þar sem Hollywood var hérna rosalega mikið, en ég myndi segja að það hafi orðið aðeins samdráttur í því. Krónan er orðin það sterk og er sterkari en á þeim tíma sem þeir komu mikið hingað, en það koma ennþá myndir hingað,“ bætir hún við.

Hún segir hins vegar að mikill vöxtur hafi verið í tengslum við sjónvarpsþáttagerð, ekki síst vegna aukinnar dreifingar efnis um efnisveitur.

Fréttina má lesa í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK