Finnur Beck settur forstjóri HS Orku

Finnur Beck, sem hefur starfað sem aðallögfræðingur HS Orku frá árinu 2015, hefur verið settur forstjóri félagsins, en Ásgeir Margeirsson mun láta formlega af störfum í vikunni. Áður hafði verið tilkynnt um að Ásgeir myndi láta af störfum, en að hann myndi gegna stöðunni þangað til nýr forstjóri hefði verið ráðinn.

Í tilkynningu frá HS Orku kemur fram að stjórn félagsins hafi að ósk Ásgeirs gert samkomulag um að flýta ákveðnum starfslokum hans. Hafi Finni verið falið að gegna stöðu forstjóra tímabundið þar til nýr hefur verið ráðinn.

Staða forstjóra var auglýst til umsóknar í byrjun síðasta mánaðar og stendur ráðningarferli yfir og er gert ráð fyrir að því ljúki á næstu vikum.

Finnur Beck hefur starfað sem aðallögfræðingur HS Orku frá árinu 2015 en var þar áður starfandi héraðsdómslögmaður og einn eigenda á Landslögum lögmannsstofu. Finnur útskrifaðist með ML-gráðu úr lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 en hann er jafnframt með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.

Umtalsverð breyting varð á hluthafahópi HS Orku í maí, en þá nýtti félagið Jarðvarmi slhf., fé­lag í eigu fjór­tán ís­lenskra líf­eyr­is­sjóða, for­kaups­rétt sinn og keypti 53,9% hlut í HS Orku af Inner­gex ásamt því að kaupa 12,7% hlut fag­fjár­fest­inga­sjóðsins ORK í fé­lag­inu. Samtals 66,6%. Sam­hliða þessu fékk Jarðvarmi er­lenda sjóðastýringarfé­lagið Ancala Partners, sem sérhæfir sig í evrópskum innviðafjárfestingum, til sam­starfs og keypti félagið 50% hlut í HS Orku á móti Jarðvarma.

Ásgeir Margeirsson, fráfarandi forstjóri HS Orku.
Ásgeir Margeirsson, fráfarandi forstjóri HS Orku. mbl.is/Golli
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK