Seðlabankinn fækkar viðskiptareikningum

Viðskiptareikningum lánafyrirtækja og sjóða sem ekki teljast til A-hluta stofnana …
Viðskiptareikningum lánafyrirtækja og sjóða sem ekki teljast til A-hluta stofnana verður lokað 31. mars 2020. mbl.is/Golli

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að frá og með 1. apríl 2020 verði aðilum sem geti átt viðskiptareikning í bankanum fækkað.

Í þeim hópi eru nú bankar, sparisjóðir, lánafyrirtæki, ríkisstofnanir og ýmsir sjóðir í eigum ríkisins. Frá og með 1. apríl munu hins vegar eingöngu innlánsstofnanir, þ.e. viðskiptabankar, sparisjóðir og A-hluta stofnanir í eigu ríkisins eiga þess kost.

Því verður viðskiptareikningum lánafyrirtækja og sjóða sem ekki teljast til A-hluta stofnana lokað 31. mars 2020.

Frétt Seðlabanka Íslands vegna málsins

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK