Seðlabankinn fækkar viðskiptareikningum

Viðskiptareikningum lánafyrirtækja og sjóða sem ekki teljast til A-hluta stofnana …
Viðskiptareikningum lánafyrirtækja og sjóða sem ekki teljast til A-hluta stofnana verður lokað 31. mars 2020. mbl.is/Golli

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að frá og með 1. apríl 2020 verði aðilum sem geti átt viðskiptareikning í bankanum fækkað.

Í þeim hópi eru nú bankar, sparisjóðir, lánafyrirtæki, ríkisstofnanir og ýmsir sjóðir í eigum ríkisins. Frá og með 1. apríl munu hins vegar eingöngu innlánsstofnanir, þ.e. viðskiptabankar, sparisjóðir og A-hluta stofnanir í eigu ríkisins eiga þess kost.

Því verður viðskiptareikningum lánafyrirtækja og sjóða sem ekki teljast til A-hluta stofnana lokað 31. mars 2020.

Frétt Seðlabanka Íslands vegna málsins

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK