Panta 16 Airbus-þotur

AFP

Stærsta lágfargjaldaflugfélag Filippseyja, Cebu Air Inc, hefur pantað 16 þotur frá evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus. Þoturnar eru metnar á 4,8 milljarða Bandaríkjadala, sem svarar til 596 milljarða króna.

Í tilkynningu frá Cebu Air kemur fram að félagið ætli sér stærri hlut á markaði með því að bæta við stærri og sparneytnari þotum. Nýju þoturnar verða bæði notaðar í innlands- og millilandaflugi svo sem innan Asíu, til Ástralíu og Mið-Austurlanda en milljónir Filippseyinga starfa erlendis.

Þoturnar verða afhentar á árunum 2021 og 2024.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK