Florealis hefur hlutafjármögnun

Kolbrún Hrafnkelsdóttir, forstjóri og stofnandi Florealis.
Kolbrún Hrafnkelsdóttir, forstjóri og stofnandi Florealis. Ljósmynd/Aðsend

Hlutafjármögnun íslenska lyfjafyrirtækisins Florealis er hafin í samstarfi við fjármögnunarfyrirtækið Funderbeam. Fram kemur í fréttatilkynningu að félagið hafi á undanförnum vikum staðið fyrir fjárfestakynningum víða um Evrópu í samstarfi við fjármögnunarfyrirtækið.

„Florealis leggur áherslu á að brúa bilið á milli hefðbundinna lyfja og fæðubótarefna með þróun og markaðssetningu á jurtalyfjum. Á síðustu tveimur árum hefur félagið komið með níu vörur á markað sem allar hafa farið í gegnum skráningu hjá lyfjaeftirlitinu og byggja á klíniskum rannsóknum. Meðal þeirra lyfja sem Florealis hefur sett á markað er Harpatinum, sem er eina viðurkennda jurtalyfið við lið- og gigtarverkjum, Sefitude sem er jurtalyf sem er notað til að bæta gæði svefns og til að draga úr kvíða, Glitinum, til að fyrirbyggir mígreni, og Lyngonia sem er valkostur án sýklalyfja við þvagfærasýkingu. Hægt er að kaupa öll jurtalyfin frá Florealis í apótekum á Íslandi án lyfseðils,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir að vörur Florealis séu fáanlegar í um 600 apótekum á Íslandi og í Svíþjóð og hafi fjöldi sölustaða sjöfaldast frá því í maí 2019. Markmið fjármögnunarinnar sé að styðja við þennan mikla vöxt í Svíþjóð og sækja enn frekar á erlenda markaði með vörur Florealis.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK