Hóta Frökkum himinháum tollum

AFP

Bandarísk yfirvöld eru að undirbúa refsitolla á franskar vörur vegna nýrra skatta á stafræna þjónustu í Frakklandi. Ef Bandaríkin gera alvöru úr hótun sinni hefur þetta áhrif á útflutning Frakka á vörum fyrir 2,4 milljarða Bandaríkjadala.

Bandarísk yfirvöld telja að nýi skatturinn, sem var samþykktur á franska þinginu í júlí, sé ósanngjarn og beint gegn bandarísku tæknirisunum.

Þetta gæti þýtt 100% skatt á ost, freyðivín, snyrtivörur og handtöskur. 

AFP
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK