DV og Fréttablaðið í eina sæng?

Samkvæmt heimildum Kjarnans gæti stór fjölmiðlasamsteypa verið í fæðingu.
Samkvæmt heimildum Kjarnans gæti stór fjölmiðlasamsteypa verið í fæðingu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Unnið er að sameiningu DV og Fréttablaðsins og búist er við niðurstöðu á þeim þreifingum á morgun. Þetta kemur fram á Kjarnanum. Þetta yrði eina fjölmiðlasamsteypa landsins sem miðlar efni í gegnum sjónvarp, prent- og netmiðla.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er unnið að því að sam­eina Frjálsa fjöl­miðl­un, útgáfu­fé­lag DV og tengdra miðla, og Torg, útgáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins og tengdra miðla.

Helgi Magn­ús­­­son fjár­­­­­fest­ir er eigandi Torgs útgáfufélags Fréttablaðsins. Í haust samþykkti sam­keppnis­eft­ir­litið samruna Frétta­blaðsins og Hring­braut­ar en greint var frá fyr­ir­huguðum sam­ein­ingaráform­um 18. októ­ber.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK