Minnsta fækkun ferðamanna frá falli WOW air

Fall WOW air hefur mikil áhrif á fjölda ferðafólks frá …
Fall WOW air hefur mikil áhrif á fjölda ferðafólks frá Norður-Ameríku. mbl.is/​Hari

Brottfarir erlendra ferðamanna frá Leifsstöð námu tæplega 133 þúsund í nóvember og drógust saman um 11,6% frá sama tímabili í fyrra. Þetta er minnsta fækkun erlendra ferðamanna eftir að WOW air fór í þrot í lok mars.

Þetta kemur fram Hagsjá Landsbanka Íslands.

Þar kemur fram að til samanburðar nam fækkun ferðamanna 18,4% í október og 20,7% í september.

Mesta fækkunin hefur verið hjá Bandaríkjamönnum og Kanadabúum. Fækkunin hefur þannig reynst mun meiri meðal þeirra en Evrópubúa.

Í Hagsjánni segir að ástæðan sé fyrst og fremst sú að framboð flugsæta dróst mun meira saman frá Norður-Ameríku til Íslands en frá Evrópu. Það má rekja til þess að hlutdeild WOW air í flugi til og frá Norður-Ameríku var mun meiri en hlutdeild félagsins í flugi til og frá Evrópu. 

Bandaríkjamönnum fækkaði um 40% í nóvember miðað við sama tímabil í fyrra og var það svipuð fækkun og verið hefur eftir að WOW air fór í þrot. Kanadabúum fækkaði um rúmlega 50% og hefur fækkunin aukist ef eitthvað er, segir í Hagsjánni.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK