Icelandair tók dýfu í fyrstu viðskiptum

Icelanda­ir Group hef­ur 9 MAX-vél­ar í flota sín­um sem stend­ur …
Icelanda­ir Group hef­ur 9 MAX-vél­ar í flota sín­um sem stend­ur og til stend­ur að taka við fimm vél­um af þeirri teg­und til viðbót­ar á nýju ári. mbl.is/Eggert

Verð hlutabréfa í Icelandair Group tók dýfu í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni og var verð á hvern hlut 7,4 krónur, um 4,5% lægra en það var við opnun markaða í morgun, eftir 36 milljóna króna viðskipti.

Síðan þá hefur verðið þokast upp á við og stendur lækkun dagsins nú í 3,8%.

Flugfélagið tilkynnti í morgun að það gerði ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX-vélum sínum í flugáætlun sinni fyrr en í maí á næsta ári.

Icelanda­ir Group hef­ur 9 MAX-vél­ar í flota sín­um sem stend­ur og til stend­ur að taka við fimm vél­um af þeirri teg­und til viðbót­ar á nýju ári. Flugvélaframleiðandinn Boeing tilkynnti í gærkvöldi að framleiðsla vélanna yrði stöðvuð tímabundið í janúar.

Hlutabréfaverð Icelandair hefur sveiflast mikið undanfarnar vikur. Um og eftir miðjan október fór verð á hvern hlut niður í 5,5 krónur en síðan hækkaði verðið að nýju og var 8,68 þann 10. þessa mánaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK