Semja um kaup vegna stækkunar Svartsengis

HD ehf. hefur undirritað samninga við HS Orku um uppsetnignu …
HD ehf. hefur undirritað samninga við HS Orku um uppsetnignu vélbúnaðar vegna stækkunar virkjunar HS Orku í Svartsengi ásamt rammasamningi um verktakaþjónustu. mbl.is/Eyþór

HD ehf. og HS Orka hafa undirritað samninga um uppsetningu vélbúnaðar vegna stækkunar virkjunar HS Orku í Svartsengi ásamt rammasamningi um verktakaþjónustu.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Samningarnir sem undirritaðir voru á föstudaginn fela í sér efnisútvegun, smíði og uppsetningu á hverfilsamstæðu vegna stækkunar virkjunar HS Orku í Svartsengi ásamt rammasamningi um verktakaþjónustu.

Mun verkið fela í sér efnisútvegun og smíði palla, stiga, pípuundirstöðu og pípukerfa í stöðvarhúsi ásamt dælustöð við kæliturn, smíði og uppsetningu á dropaskilju, uppsetningu og samsetningu eimsvala, gassogskerfa, kæliturns og hverfilsamstæðu í Orkuveri 7.

Samningurinn um uppsetningu vélbúnaðar er stærsti einstaka samningur sem gerður hefur verið í sögu félagsins og erum við í HD ehf. gríðarlega stolt af því að HS Orka hafi leitað til okkar og óskað eftir okkar aðkomu að þessu verkefni. Gert er ráð fyrir að vinna hefjist sem allra fyrst og áætluð afhending verksins er 30. október 2025,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK