Streymisveitum fjölgar á þessu ári

47.000 sjónvarpsþættir og 4.000 kvikmyndir eru á Netflix. Disney+ er …
47.000 sjónvarpsþættir og 4.000 kvikmyndir eru á Netflix. Disney+ er með 7.500 þætti og 500 kvikmyndir. Framboð eykst til muna á þessu á ári. AFP

Miklar væringar eru nú á streymismarkaði hér á landi, líkt og víða annars staðar um heiminn, enda gera tæknibreytingar fyrirtækjum nú hægara um vik að miðla afþreyingarefni þráðbeint í snjalltæki notandans í stað þess að fara í gegnum myndlyklakerfi sjónvarpsstöðva. Á Íslandi hefur fjarskiptafyrirtækið Nova auglýst slíka þjónustu og segir að notendur geti „hætt að vera risaeðlur“. Nova skilgreinir sig þó ekki sem streymisveitu eins og Síminn og Sýn gera að hluta, heldur vill auðvelda fólki að nálgast margs konar sjónvarpsefni á einum stað. Nú nýlega hleypti fyrirtækið Jibbí! af stokkunum, en þar notar dreifingaraðilinn Myndform Nova TV til að koma talsettu barnaefni á framfæri við viðskiptavini Nova.

„Samkvæmt tölum Póst- og fjarskiptastofnunar eru meira en eitt hundrað þúsund myndlyklar í notkun hér á landi. Sé horft til þess hvað er verið að rukka fyrir leigu á myndlyklum eru Íslendingar að borga tæpa tvo milljarða króna á ári í myndlyklagjöld. Það er algjör óþarfi,“ segir Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, í samtali við Morgunblaðið.

Eins og fram kom í ViðskiptaMogganum á miðvikudag má eiga von á bandarísku Disney + streymisveitunni til landsins á þessu ári, en þar er að finna gríðarlegt magn af vel þekktu barna- og fjölskylduefni frá Disney. Um leið hverfur efnið af kerfum Símans. Einnig er talið líklegt að HBO-sjónvarpsstöðin, sem hingað til hefur verið með efni sitt aðgengilegt hjá Sýn, mæti með streymisþjónustuna HBO Max til landsins. Sýn býður nú minna af HBO-efni á sínu kerfi en í fyrra.

Af öðrum keppinautum á markaði má nefna Netflix, sem náð hefur miklum vinsældum á Íslandi, og margir þekkja Apple TV+, Prime Video frá Amazon, Hulu og Peacock, en óvíst er hvenær þessar síðasttöldu stöðvar verða aðgengilegar á Íslandi. Skandinavíska streymisþjónustan Viaplay tilkynnti hins vegar formlega sl. haust að hún hygðist bjóða þjónustu sína á Íslandi á árinu. Traustar heimildir Morgunblaðsins herma að það muni gerast í apríl nk.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út 31. janúar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK