Hlutafé Kríta hf. tvöfaldað

Sigurður Freyr Magnússon, forstjóri Kríta.
Sigurður Freyr Magnússon, forstjóri Kríta. Ljósmynd/Aðsend

Hlutafé fjártæknifyrirtækisins Kríta hf. var aukið um 50 milljónir í lok síðasta árs og þar með tvöfaldað. Í tilkynningu frá félaginu segir að hlutafjáraukningin sé gerð til að styðja við vöxt fyrirtækisins sem hefur verið um 60% á milli mánaða frá því að Kríta hóf að markaðssetja fjármögnunarþjónustu snemma á síðasta ári.

„Fjármögnunarstarfsemi Kríta hefur vaxið ört á milli mánaða frá því að fyrirtækið hóf að bjóða litlum og meðalstórum fyrirtækjum fjármögnunarþjónustu í maí á síðasta ári. Þar sem þessi vöxtur er meiri en reiknað var með var ákveðið að auka hlutafé í félaginu og þar með getu fyrirtækisins til að þjónusta fyrirtæki með fjármagn,“ segir Sigurður Freyr Magnússon, forstjóri Kríta, í tilkynningunni.

Kríta er fjártæknifyrirtæki sem starfar á fyrirtækjamarkaði og nýtir nýjustu tæknilausnir til að gera örugga fjármögnun fyrir fyrirtæki aðgengilega með skilvirkum og skjótum hætti, eins og sagt er frá í tilkynningunni. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK