Bréf Icelandair rísa annan daginn í röð

Icelandair hækkar nú annan daginn í röð í Kauphöllinni.
Icelandair hækkar nú annan daginn í röð í Kauphöllinni. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Bréf Icelandair hafa hækkað um 12,3% í Kauphöllinni í morgun, en þetta er annar dagurinn í röð þar sem bréf félagsins rétta úr kútnum eftir skarpa lækkun síðustu vikur. Viðskiptin eru þó enn nokkuð lítil, eða fyrir um 20 milljónir. Standa bréf félagsins nú í 3,65 krónum á hlut, en við lokun markaða á mánudaginn stóðu þau í 3,08 krónum á hlut. 

Flest önnur hlutabréf í Kauphöllinni hafa einnig hækkað í viðskiptum í dag, en á eftir Icelandair kemur Eik fasteignafélag. Hafa bréf þess hækkað um 7,94%. Sjóvá hefur hækkað um 4,53%, Arion um 3,92% og Kvika um 3,88%.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2,95% í dag eftir 1,1% hækkun í gær, en lækkunin á mánudaginn nam 5,92%.

Umtalsverð hækkun í Bandaríkjunum í fyrstu viðskiptum

Við opnun markaða í Bandaríkjunum mátti sjá grænar tölur í fyrstu viðskiptum. Hækkaði Dow Jones-vísitalan um 3,1% eftir að opnað var fyrir viðskipti. Þá hefur S&P 500 vísitalan einnig hækkað um rúmlega 2% og Nasdaq um 1,7%.

Í Evrópu hefur FTSE 100-vísitalan í London hækkað um rúmlega 1% og í Frakklandi hefur CAC40-vísitalan hækkað um 0,8%, en í Þýskalandi hefur DAX-vísitalan lækkað um 0,8%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK