Útskriftarferðirnar eru í uppnámi

Strendur Acapulco í Mexíkó eru eyðilegar þessa dagana.
Strendur Acapulco í Mexíkó eru eyðilegar þessa dagana. AFP

Margir framhaldsskólar á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal Menntaskólinn í Reykjavík, Verslunarskóli Íslands, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ og Kvennaskólinn, stefna á að fara til Playa Del Carmen í Mexíkó í tveggja vikna útskriftarferð í maí og júní nk. með viðkomu í New York í Bandaríkjunum, eins og mbl.is fjallaði um fyrr á árinu.

Ferðirnar eru farnar í gegnum ferðaskrifstofuna Trans-Atlantic. Kórónuveirufaraldurinn er hinsvegar farinn að setja verulegt strik í reikninginn, og mögulega verður ferðunum frestað þar til síðar í sumar.

„Við ætluðum að fljúga út 28. maí nk.,“ segir Óttar Ómarsson, formaður ferðanefndar Verslunarskólans, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að nú sé mikil óvissa um framhaldið og enginn viti neitt.

Hann segir að Verslingar hafi verið búnir að greiða staðfestingargjald og lokagreiðslu hafi átt að greiða í lok mars. Henni hafi hinsvegar verið frestað. „Það er betra að hafa einhverja ferð en enga,“ segir Óttar, og vísar þar til mögulegrar frestunar.

Nánar má lesa um þetta mál á mbl.is hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK