Ætla að endurráða flugfreyjur á hálfum launum

Airbus-flugvélar British Airways.
Airbus-flugvélar British Airways. AFP

British Airways ætlar að segja upp þúsundum flugfreyja og ráða þær aftur á helmingi lægri launum.

Um er að ræða hagræðingaraðgerðir vegna áhrifa kórónuveirunnar, að því er kemur fram í bréfi sem flugfélagið sendi starfsfólki, að sögn Daily Mail

Willie Walsh, forstjóri IAG sem er móðurfélag British Airways, staðfesti í síðustu viku að tólf þúsund manns verði sagt upp þrátt fyrir að breska ríkisstjórnin hafi ákveðið að framlengja fjárhagsaðgerðir sínar til stuðnings fyrirtækjum til loka október.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK