Gengi Hertz hækkar um 150%

Hertz í Bandaríkjunum hefur sótt um greiðslustöðvun.
Hertz í Bandaríkjunum hefur sótt um greiðslustöðvun. AFP

Eftir að hafa hríðfallið í verði í gær hefur gengi hlutabréfa bílaleigunnar Hertz hækkað um ríflega 150% í kauphöllinni vestanhafs. Stendur gengið nú í ríflega 1,41 Bandaríkjadal. Hertz hefur átt í talsverðum fjárhagsörðugleikum sökum áhrifa kórónuveirunnar í Bandaríkjunum.

Fyrirtækið hef­ur sótt um greiðslu­stöðvun eft­ir slæm áhrif kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins á rekst­ur fyr­ir­tæk­is­ins. Alþjóðleg­ur rekst­ur fyr­ir­tæk­is­ins, meðal ann­ars í Evr­ópu, Ástr­al­íu og á Nýja-Sjálandi fell­ur ekki und­ir greiðslu­stöðvun­ina, held­ur nær hún ein­göngu til Banda­ríkj­anna.

Vonir eru þó enn bundnar við að hægt verði að semja við lánveitendur. Eru fjárfestar nú bjartsýnir á að opnun Bandaríkjanna sé handan við hornið og í framhaldinu geti bílaleigan rétt úr kútnum. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK