Átta manns sagt upp og deild lögð niður

mbl.is/Hari

Átta starfsmönnum hugbúnaðarþróunardeildar Símans var sagt upp fyrir helgi og deildin lögð niður. Þetta staðfestir Guðmundur Jóhannsson, samskiptafulltrúi Símans, í samtali við mbl.is.

Hugbúnaðarþróun sem snýr að rekstri og þróun viðskiptamannakerfa hefur verið útvistað til Deloitte á Íslandi og í Portúgal.

Alls störfuðu 24 í deildinni sem lögð var niður en tveir þeirra ganga inn í aðrar deildir innan Símans og fjórtán fá ný störf hjá Deloitte.

Flókin kerfi á gömlum grunni

„Viðskiptamannakerfi Símans eru flókin, byggjast mörg á gömlum grunni og erfitt hefur reynst að nútímavæða þau. Því stígum við það skref að semja við Deloitte sem tekur yfir rekstur og þróun núverandi kerfa og hjálpar okkur að byggja upp nýtt sveigjanlegt, nútímalegt kerfi sem mun byggjast á gullstöðlum um hvernig svona kerfi eiga að vera hjá fjarskiptafyrirtækum,“ segir í skriflegu svari frá Símanum vegna fyrirspurnar mbl.is um uppsagnirnar. 

„Sérfræðingar Deloitte hafa farið í gegnum stafrænar umbreytingar sem þessar áður sem mun hjálpa okkur að skapa tækifæri fram á við og þjónusta viðskiptavini okkar enn betur.

Samhliða þessum breytingum færast 14 starfsmenn frá Símanum til Deloitte, tveir færast í önnur störf innan Símans en því miður missa átta manns vinnu sína við þessar breytingar.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK