Engar líkur á öðrum samningi

Trump áður en hann steig um borð.
Trump áður en hann steig um borð. AFP

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að engar líkur séu á því að landið geri annan viðskiptasamning við Kína. Lét forsetinn ummælin falla þegar rétt áður en hann steig um borð í Air Force One, þaðan sem hann flaug til Flórída-ríkis. 

„Ég er ekki að hugsa um það núna. Samband okkar við Kína hefur beðið mikla hnekki,“ sagði hann þegar hann var spurður af blaðamönnum. Kveðst Trump ósáttur við viðbrögð Kína við faraldrinum, en landið var afar seint að bregðast við og sat á upplýsingum sem reynst hefðu vel í baráttunni gegn veirunni í Bandaríkjunum. „Þeir hefðu átt að koma í veg fyrir faraldurinn. Þeir gerðu það hins vegar ekki,“ sagði Trump. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK