Ásta Sigríður ráðin til Krónunnar frá Viðskiptaráði

Ásta Sigríður Fjeldsted er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og mun taka við …
Ásta Sigríður Fjeldsted er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og mun taka við sem framkvæmdastjóri Krónunnar í október.

Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar og hefur hún störf í byrjun október. Í maí var tilkynnt um að Gréta María Grétarsdóttir hefði sagt starfi sínu lausu.

Ásta Sigríður hefur verið framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands frá 2017. Fram kemur í tilkynningu frá Festi, móðurfélagi Krónunnar, að Ásta Sigríður hafi þar á undan starfaði hjá þremur alþjóðlegum fyrirtækjum í meira en áratug: Fyrir ráðgjafafyrirtækið McKinsey & Company frá árinu 2012, bæði á skrifstofum þess í Tókýó og Kaupmannahöfn. Áður starfaði hún hjá IBM í Danmörku og stoðtækjaframleiðandanum Össuri hf., bæði í Frakklandi og á Íslandi.

Ásta Sigríður er vélaverkfræðingur með M.Sc. gráðu frá DTU, Tækniháskólanum í Danmörku.

Haft er eftir Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra Festi, að miklar breytingar séu framundan í rekstrarumhverfi verslunarinnar og að reynsla Ástu Sigríðar komi þar til góða.

Í tilkynningunni er haft eftir Ástu Sigríði að öflug, hagkvæm og ábyrg matvöruverslun sé lykilþáttur í hagsæld og lífskjörum almennings og að Krónan sé þar í mikilli sókn. „Krónan hefur á að skipa fjölda framúrskarandi starfsfólks sem hefur verið í fararbroddi á mörgum sviðum og munum við halda áfram því góða starfi, ásamt því að fást við þær miklu breytingar sem eru að verða á smásölumarkaðnum.“ segir Ásta Sigríður í tilkynningunni.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK