Afkoma Goldman Sachs framar vonum

Höfuðstöðvar Goldman Sachs í New York.
Höfuðstöðvar Goldman Sachs í New York. AFP

Tekjur bandaríska bankans Goldman Sachs voru mun meiri á öðrum ársfjórðungi en spáð var. Hagnaður bankans er sá sama og í fyrra þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. 

Hagnaður bankans nam 2,2 milljörðum Bandaríkjadala eða 6,26 dölum á hlut. Spár greiningardeilda höfðu hljóðað upp á 3,78 dala hagnað á hlut. Tekjur jukust um 41% og voru 13,3 milljarðar dala. 

Á fyrra hluta ársins voru tekjur bankans 22,04 milljörðum dala og hagnaðurinn nam 3,64 milljarðar dala á fyrstu sex mánuðum ársins.

Sjá nánar hér

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK