Hagnaður Arion 4,9 milljarðar

Arion banki.
Arion banki.

Hagnaður Ari­on banka á öðrum árs­fjórðungi er um 4,9 millj­arðar samkvæmt afkomutilkynningu bankans. Hagnaður bank­ans á sama tíma­bili í fyrra var 2,1 millj­arður.

Reiknuð arðsemi bank­ans á árs­grund­velli er 10,5% í samanburði við 4,3% á sama tímabili í fyrra. 

Heildareignir námu 1.182 milljörðum króna í lok júní 2020, samanborið við 1.082 milljarða króna í árslok 2019. Lausafé bankans jókst þar sem ekki varð af fyrirhugaðri 10 milljarða króna arðgreiðslu, bankinn gaf út skuldabréf undir viðbótareiginfjárþætti 1 í febrúar og innlán jukust.

Lán til viðskiptavina hækkuðu lítillega frá áramótum, aðallega húsnæðislán. Innlán jukust um 12,8% frá áramótum. Heildar eigið fé í lok júní nam 189 milljörðum króna, samanborið við 190 milljarða króna í árslok 2019.

Þrátt fyrir gott uppgjör á öðrum ársfjórðungi er mikilvægt að taka fram að enn er umtalsverð óvissa í starfsumhverfi bankans vegna Covid-19. Faraldurinn, þróun hans og áhrif á bæði innlent og alþjóðlegt efnahagslíf, mun áfram setja mark sitt á starfsemina. Óvissan snýr fyrst og fremst að þróun eignasafns bankans. Verulega dró úr niðurfærslum útlána á öðrum ársfjórðungi frá þeim fyrsta en við verðum að hafa í huga að skapast getur þörf á frekari niðurfærslum á meðan við göngum í gegnum núverandi efnahagsörðugleika. Fjárhagslegur styrkur Arion banka hvað varðar eigið fé og lausafé er hins vegar það mikill að bankinn er í góðri stöðu til að takast á við þær aðstæður sem eru uppi,“ er meðal annars haft eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK