Skuldakreppa í aðsigi

Lee Buchheit.
Lee Buchheit.

Lögmaðurinn Lee Buchheit, sem veitti íslenskum stjórnvöldum ráðgjöf í Icesave-deilunni, segir kórónuveiruna munu leiða til efnahagslegra hörmunga í fjölda ríkja. Því sé hætt við að sagan frá 9. áratugnum endurtaki sig en þá hafi 27 ríki lent í ógöngum vegna íþyngjandi ríkisskulda.

Spurður um fyrirséðan hallarekstur á Íslandi vegna veirunnar segir Buchheit að íslensk stjórnvöld hafi, ólíkt flestum ríkjum, svigrúm til þess að milda hin efnahagslegu áhrif faraldursins. Til dæmis séu mörg ríki Karíbahafsins, sem reiði sig mikið á ferðaþjónustu líkt og Ísland, berskjölduð frammi fyrir tuga prósenta samdrætti.

Buchheit hefur nýverið veitt stjórnvöldum í Ekvador ráðgjöf og verið stjórnarandstöðunni í Venesúela innan handar vegna áætlana um að endurreisa landið þegar Nicolás Maduro fer frá völdum.

Buchheit segir í samtali í ViðskiptaMogganum í dag, að mikil óvissa sé um framvindu efnahagsmála í Evrópu. Evrópski seðlabankinn hafi haldið þjóðríkjunum á floti.

Lesa má viðtalið í heild sinni hér á mbl.is í vefútgáfu Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK