„Héldum núverandi kjörum að mestu leyti“

Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair Group og Bogi Nils …
Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair Group og Bogi Nils Bogason, forstjóri félagsins. mbl.is/Árni Sæberg

Kjör Icelandair hjá færsluhirðum verða að mestu óbreytt eftir samkomulag sem gert var við stærstu færsluhirða Icelandair. Þetta sagði Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair, á kynningarfundi vegna hlutafjárútboðs flugfélagsins.

Icelandair hefur til þessa haft þau kjör að fá greiðslu vegna flugmiðakaupa strax eftir að greitt er fyrir flugið, þótt ekki hafi verið flogið enn þá. Eva kallaði það varnarsigur að hafa náð að halda næsta óbreyttum kjörum áfram.

Þannig sagði hún að kjörin væru óbreytt fram á næsta vor, en þá versnuðu þau aðeins hjá stærsta færsluhirðinum, en það þýðir að greiðslan er færð aftur um nokkra daga. Hins vegar myndu kjörin hjá næst stærsta færsluhirðinum batna aðeins.

Sagði Eva jafnframt að færsluhirðar hefðu lánað flugfélagið 31 milljón dali í tengslum við það þegar aflýsa þurfti flugum vegna faraldursins.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK