Tvöföld eftirspurn í hlutafjárútboði Reita

Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita.
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita. mbl.is/Styrmir Kári

Reitir fasteignafélag lauk í gær hlutafjárútboði þar sem félagið safnaði samtals 5,16 milljörðum með útgáfu á 120 milljón nýjum hlutum á genginu 43 krónur á hlut. Bárust samtals áskriftir upp á 11,8 milljarða og var eftirspurnin því rúmlega tvöföld miðað við framboð.

Í útboðinu bárust áskriftir fjárfesta fyrir alls 11.813.039.464 kr. eða 274.721.849 nýjum hlutum. Í forgangsréttarhluta útboðsins bárust áskriftir fyrir samtals 10.059.157.657 kr. eða 233.933.899 hlutum og í almennum hluta útboðsins bárust áskriftir fyrir samtals 1.753.881.807 kr. eða 40.787.949 nýjum hlutum.

Í samræmi við reglur útboðsins var alls 120.000.000 nýjum hlutum úthlutað til forgangsréttarhafa en þar er um að ræða áskrift að öllum þeim nýju hlutum sem boðnir voru í útboðinu. Samkvæmt því kemur ekki til úthlutunar nýrra hluta til þeirra fjárfesta sem skráðu áskrift í almennum hluta útboðsins. 

Útboðið hófst á þriðjudaginn og lauk í gær, en það var Arctica Finance hf. sem var umsjónaraðili útboðsins en Íslandsbanki var félaginu einnig til ráðgjafar.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK