Verð á húsgögnum hækkar mest

Húsgögn og heimilsvörur hækka í verði.
Húsgögn og heimilsvörur hækka í verði.

Matur og drykkjarvörur hækkuðu mest milli mánaðar í október, eða um ríflega 0,15% samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,43% milli mánaða í október sem er umtalsvert meira en spá Arion banka hafði gert ráð fyrir, eða 0,25%. 

Ef skoðuð er breyting vísitölu neysluverðs og undirliða milli ára  kemur margt áhugavert í ljós. Sé horft til nýjustu talna má sjá að verð á húsgögnum og heimilsbúnaði hefur hækkað um 9,9%, eða mest allra undirliða. Þá hefur matur og drykkur sömuleiðis hækkað um 7,4%. 

Í greiningu Arion banka, kemur fram að vísitala neysluverðs standi í 3,6% í október árið 2020. Séu framangreindir liðir undanskildir hefur áfengi, ökutæki og heilsutengdar vörur einnig hækkað talsvert. 

Skjáskot úr greiningu Arion banka.
Skjáskot úr greiningu Arion banka.
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK