Aldrei minni vanskil

Vanskil einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi hafa aldrei verið minni en á árinu 2020. Þetta sýna nýjustu tölur úr vanskilaskrá Creditinfo.

Í grein á vef fyrirtækisins segir að hlutfall fyrirtækja sem voru ný á vanskilaskrá hafi lækkað úr 4,8% á árinu 2019 í 3,3% á árinu sem var að líða. Á sama tíma fór hlutfall einstaklinga sem fóru inn á vanskilaskrá úr 1,93% í 1,56%. Í greininni segir að líklegt þyki að greiðslufrestir frá lánastofnunum og fyrirtækjum í kjölfar Covid-19-faraldursins eigi stóran þátt í þessari þróun.

„Stuttu eftir að Covid-19-faraldurinn fór að láta á sér kræla í íslensku samfélagi gripu bæði stjórnvöld og lánastofnanir til aðgerða til að koma í veg fyrir að einstaklingar og fyrirtæki myndu lenda í fjárhagslegum erfiðleikum á árinu. Flestar lánastofnanir hafa veitt greiðslufresti eða önnur úrræði til einstaklinga og fyrirtækja sem hafa séð fram á tekjumissi vegna faraldursins og það veldur því óhjákvæmilega að færri skráningar verða hjá einstaklingum og fyrirtækjum á vanskilaskrá,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður Greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo, á vef fyrirtækisins.

Neysluvenjur breyttust

Gunnar bætir við að faraldurinn hafi einnig haft í för með sér breyttar neysluvenjur einstaklinga í skiptum fyrir utanlandsferðir. Þá hafi mátt sjá aukningu í framkvæmdum á heimilum auk þess sem kortavelta landsmanna hafi aukist á árinu þrátt fyrir ástandið.

Gunnar segir einnig að erfitt sé að segja til um hver þróun vanskila verður á þessu ári.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 23. janúar .

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK