Diljá forstöðukona snjallvæðingar hjá Veitum

Diljá útskrifaðist með B.Sc. gráðu í gervigreind frá Háskólanum í …
Diljá útskrifaðist með B.Sc. gráðu í gervigreind frá Háskólanum í Edinborg árið 2013. Ljósmynd/Aðsend

Diljá Rudolfsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona snjallvæðingar hjá Veitum. Diljá útskrifaðist með B.Sc. gráðu í gervigreind frá Háskólanum í Edinborg árið 2013. Hún hefur síðan unnið við stafræna innleiðingu og snjallvæðingu hjá fjármálafyrirtækjum og bönkum í Skotlandi, meðal annars hjá lífeyrissjóðnum Standard Life, Tesco Bank og Fortune 500 fyrirtækinu FIS sem býður upp á margvíslegar fjármála- og hugbúnaðarlausnir og þjónustu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veitum.

Meðfram störfum sinnti Diljá hugðarefnum sínum sem meðal annars snúa að atvinnutækifærum ungs fólks óháð félagslegum bakgrunni þess. Hún stofnaði samtökin Young Person's Development Network sem unnu til European Diversity Awards árið 2015, fyrir Outstanding Employee Network. Einnig vann hún sem sjálfboðaliði við að styða ungt fólk með Downs heilkenni í atvinnuleit.

Diljá mun vinna að gerð hermilíkana af veitukerfum sem nýta má til að gera rekstur þeirra hagkvæmari og öruggari og tengja þau nýju snjallmælakerfi sem Veitur munu taka í notkun á næstu árum. Einnig mun hún leggja áherslu á notkun gervigreindar og snjallvæðingar í þjónustu við viðskiptavini Veitna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK