Arion banki ekki að gera sitt

Forsvarsmenn Arion banka hafa sagt að inni í bankanum séu um 40 milljarðar króna í formi eigin fjár sem ekki nýtist sem skyldi. Heppilegra væri að greiða það út í formi arðs til hluthafa og þannig mætti fleyta þessum fjármunum með virkum hætti út í hagkerfið.

Gylfi Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands og formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, vill meina að Arion banki beri sjálfur ábyrgð á því að ekki sé hægt að nýta þetta eigið fé. Hið sama eigi við í tilfelli Íslandsbanka en hann bendir á að Bankasýsla ríkisins hafi slegið á að svipaðar fjárhæðir liggi í óvirku umfram eigin fé á efnahagsreikningi hans.

Gylfi Magnússon er gagnrýninn á þá skoðun bankanna að ráðast …
Gylfi Magnússon er gagnrýninn á þá skoðun bankanna að ráðast þurfi í stórfellda útgreiðslu eigin fjár. mbl.is/Hari

„Þegar banki ákveður að lána ekki þá verður til umfram eigin fé vegna þess að eiginfjárbindingin ræðst af stærð efnahagsreikningsins. Þannig að ef Arion banki segist ekki geta nýtt þetta fé þá er það vegna þess að þeir hafa ekki verið að gera það sem bankar eiga að gera, sem er að lána. Nú er auðvitað hægt að fara of langt í hina áttina hvað það varðar og það gerðu auðvitað bankarnir fyrir hrun þannig að þetta er svolítið ný staða. Fyrir um áratug voru útlán bankanna að vaxa of hratt en núna gætum við haft áhyggjur af því að þau væru að vaxa of hægt.“

Ásdís Kristjánsdóttir segir að óvissa hafi dregið úr eftirspurn eftir …
Ásdís Kristjánsdóttir segir að óvissa hafi dregið úr eftirspurn eftir lánsfé í hagkerfinu. mbl.isEggert Jóhannesson

Þessi orð lét Gylfi fjalla í þættinum Dagmálum á mbl.is þar sem Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu, ræddi við hann og Ásdísi Kristjánsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra SA, um fyrirhugaða sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka.

Óvissan mikill áhrifaþáttur

Ásdís tekur ekki undir þessa gagnrýni Gylfa á bankana.

„Við upplifum það ekki sem svo að bankarnir séu á bremsunni hvað varðar útlán. Það þarf líka að vera eftirspurn eftir útlánum og við vitum öll í hvernig ástandi við erum búin að vera. Það hefur verið gríðarlega mikil óvissa og það hefur kannski að einhverju leyti haft áhrif á eftirspurn fyrirtækja til útlána og til fjárfestinga.“

Þátt­ur­inn er op­inn öll­um áskrif­end­um Morg­un­blaðsins og má nálg­ast þá á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK