Beint: Ársfundur Seðlabanka Íslands

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri flytur ávarp á fundinum.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri flytur ávarp á fundinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ársfundur Seðlabanka Íslands verður haldinn í húsakynnum bankans klukkan 16 í dag og er þetta sextugasti ársfundur bankans.

Þátttaka á fundinum verður takmörkuð við örfáa þátttakendur í samræmi við tilmæli stjórnvalda um takmarkanir á samkomuhaldi en hægt verður að fylgjast með fundinum í vefútsendingu.

Á fundinum flytja ræður og ávörp þau Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK