Nýjum fyrirtækjum fjölgar

Mest fjölgun nýskráðra fyrirtækja er í flokki byggingarstarfsemi og mannvirkjagerðar.
Mest fjölgun nýskráðra fyrirtækja er í flokki byggingarstarfsemi og mannvirkjagerðar. mbl.is/Hari

Nýskráningar einkahlutafélaga í mars voru 346 og fjölgaði þeim um 67% milli ára, en í sama mánuði í fyrra voru þær 207. Þetta er sambærilegt við síðustu mánuði, en í janúar var fjölgunin frá fyrra ári 69% og í febrúar 45%. Samtals hafa á árinu verið nýskráð 936 einkahlutafélög samanborið við 584 einkahlutafélög á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum Hagstofunnar.

Í mars má sérstaklega rekja fjölgunina til nýskráninga í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Þar voru skráð 48 ný félög samanborið við 26 í mars í fyrra (85%). Þá voru 43 nýskráningar í fjármála- og vátryggingastarfsemi á móti 20 á sama tíma í fyrra (115%) og í fasteignaviðskiptum voru nýskráningar 34 á móti 15 í mars í fyrra (127%).

Þá vekur einnig athygli að nýskráningar einkahlutafélaga í flokki gististaða og veitingareksturs fjölgaði úr 12 í mars í fyrra í 23 í ár. Nemur það 92%. Til samanburðar fækkaði skráningunum í þeim flokki lítillega í febrúar, en kórónuveirufaraldurinn hefur snert þá atvinnugrein hvað harðast.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK