Lánshæfi OR hækkað

Orkuveitan.
Orkuveitan. mbl.is/Kristinn Magnússon

Matsfyrirtækið Fitch ratings hefur hækkað lánshæfismat Orkuveitu Reykjavíkur um eitt þrep, upp úr BB+ flokki í BBB- flokk. Það þýðir að OR er komið í svokallaðan fjárfestingarflokk hjá Fitch. Horfur eru enn fremur metnar stöðugar. 

Í tilkynningu frá Orkuveitunni er vísað í rökstuðning Fitch um að hækkunin endurspegli fyrst og fremst væntingar fyrirtækisins til OR á næstu fjórum árum. Þær væntingar byggi einkum á þeim góða árangri sem náðst hefur á árinu 2020 þrátt fyrir heimsfaraldurinn sem nú geisar. Lánshæfiseinkunnin endurspegli einnig stöðugan rekstur og afkomu félagsins á undanförnum árum. 

„Við lítum á þetta sem ákveðna staðfestingu á fjárhagslegu heilbrigði fyrirtækisins og mun þetta hjálpa okkur á lánamörkuðum, sérstaklega erlendis,“ er haft eftir Ingvari Stefánssyni, framkvæmdastjóri fjármála hjá OR, í tilkynningunni.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK