Hagnaður Origo 163 milljónir

Jón Björnsson forstjóri Origo.
Jón Björnsson forstjóri Origo. Ljósmynd/Aðsend

Hagnaður Origo nam 163 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi að því er segir í fréttatilkynningu en nánar er hægt að lesa um uppgjörið hér.

Jón Björnsson forstjóri Origo segir í tilkynningu:

„Fyrsti fjórðungur 2021 kemur ágætlega út fyrir félagið. Samanburður við fyrra ár er vissulega erfiður sökum breytinga í efnahagslífinu, sem urðu á sama fjórðungi síðasta árs. Fjórðungurinn endar 2,4% undir veltu síðasta árs sem skýrist eingöngu af lítilli innviðasölu miðað við síðasta ár þegar fyrirtækið gekk frá stórum sölum til gagnavera. Tekjur annarra þátta eru hins vegar að vaxa. Rekstrarafkoma er góð en félagið skilar 10% hærri EBITDA en á 1F 2020 og afkomulega séð besta 1F í þrjú ár. Sá árangur byggir að mestu leyti á tekjusamsetningu og lægri rekstrarkostnaði. Þá er ánægjulegt að sjá frábæran árangur hjá Tempo.“

Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir enn fremur: Origo á von á ágætu framhaldi af fyrsta fjórðungi inn á annan fjórðung ársins. Áframhaldandi vinnu félagsins í að gera einingar sjálfstæðari og vinna í auknum sveigjanleika og hagræðingu er ætlað að skila sterkara fyrirtæki og bættum rekstri. Með markvissri nálgun í sölu- og markaðsmálum munum við ná að nýta þá stærðarhagkvæmni sem félagið hefur yfir að ráða og byggja betur undir sterka stöðu okkar sem þjónustufyrirtæki með framtíð í að hjálpa fyrirtækjum og einstaklingum að takast á við og nýta sér tækifærin í tækni og þeim breytingum sem stafrænt umhverfi hefur fram að færa. Fram undan er töluvert af stórum og spennandi umbreytingarverkefnum í umhverfinu ásamt því að við erum vongóð að verkefni tengd ferðaiðnaðinum fari í gang á næstu mánuðum. Samhliða þessu erum við mjög spennt fyrir verkefnum í upplýsingaöryggi og teljum það vera lykilatriði að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að auka öryggisvitund þeirra og hlúa að stafrænum öryggismálum, ekki síður en þau huga að öðrum öryggismálum sínum.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK