Forréttabarinn fær nýtt útlit

Fyrir breytingar. Nýlendugata 14, en Forréttabarinn er þar á jarðhæð …
Fyrir breytingar. Nýlendugata 14, en Forréttabarinn er þar á jarðhæð og ýmis starfsemi á efri hæðum. mbl.is/Sigtryggur Sigtryggsson

Undanfarið hafa birst fréttir af endurbótum og breytingum sem gerðar hafa verið á eldri atvinnu- og geymsluhúsum í Reykjavík. Nýlega var samþykkt að breyta Ægisgötu 7 í íbúðarhús og birtist frétt um það í Morgunblaðinu 25. mars síðastliðinn.

Á síðasta fundi borgarráðs var svo samþykkt að auglýsa breytingu á Nýlendureit sem felur í sér að breyta öðru húsi sem stendur í grennd við Slippinn og Gömlu höfnina. Þetta er húsið Nýlendugata 14, en framhlið þess snýr að Mýrargötu. Margvísleg starfsemi hefur verið í þessu húsi í gegnum árin en þekktast er það í dag fyrir veitingahúsið Forréttabarinn, sem rekið hefur verið þar sl. 10 ár. Myndlistarmenn eru með vinnustofur á efri hæðum.

Tillagan að nýju deiliskipulagi Nýlendureits er unnin af THG arkitektum. Helstu breytingarnar eru þær að þaki Nýlendugötu 14 verður snúið svo hæsti punktur þess verður við Mýrargötu en í dag rís það hæst Nýlendugötumegin. Þakbygging með svölum verður heimil á lágþaki núverandi húss. Franskar svalir verða leyfðar á norðurhlið hússins og venjulegar svalir sunnanmegin. Þá verður lyftu komið fyrir í húsinu.

Húsið var byggt árið 1939

Húsið Nýlendugata 14 var reist árið 1939 sem geymsluhús. Guðmundur H. Þorláksson byggingameistari teiknaði húsið og fyrsti eigandi þess var Ingimar Þorsteinsson, að því er fram kemur í húskönnun Borgarsögusafns frá 2003. Húsið er í fúnkísstíl og hefur breyst mikið frá upphaflegri gerð. Það telst í dag vera 826 fermetrar.

Húsið verður hið glæsilegasta með frönskum gluggum á framhlið og …
Húsið verður hið glæsilegasta með frönskum gluggum á framhlið og þaksvölum. Tölvumynd/THG arkitektar

Fram kemur í húsakönnuninni að fyrsta hús á lóðinni var timburskúr, sem virtur var 1911, og Jón Laxdal kaupmaður reisti. Í virðingunni árið 1915 er sagt að húsið hafi áður verið notað fyrir fiskgeymslu en nú sé verið að breyta því í gosdrykkjaverksmiðju. Árið 1923 var virt nýtt geymsluhús á lóðinni. Það var byggt úr bindingsverki. Árið 1939 er virt ný járnsmiðja úr steinsteypu á lóðinni. Árið 1944 fær Ingimar leyfi til að byggja þrílyfta járnsmíðavinnustofu úr steinsteypu á lóðinni en viðbyggingin er tvær hæðir með skáþaki og úr steinsteypu. Í virðingu er viðbyggingin sögð vera byrjun á framtíðarhúsnæði. Sama ár voru timburskúrarnir rifnir og er því elsta húsið á lóðinni járnsmiðjan frá 1939. Húseignin var virt á ný árið 1962 og hafði þá verið byggt ofan á hana úr steinsteypu og er húsið allt slétthúðað og málað utan. Í húsinu var þá járnsmiðja og prentsmiðja. Tveir nýir vinnusalir fyrir sælgætisgerð voru þá á þakhæðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK