Útskýrir kaupin sem ekkert varð af

Hinn 1. júlí í fyrra var tilkynnt Storytel hefði keypt 70% hlut í Forlaginu, langstærsta bókaforlagi landsins til langs tíma. Þóttu mikil tíðindi felast í því og urðu ýmsir til þess að gagnrýna kaupin, töldu að sænskir fjárfestar væru með einhverju móti að sölsa undir sig mikilvæga þætti í bókmenningu þjóðarinnar.

Stefán Hjörleifsson, landstjóri Storytel hér á landi, segir að ekkert slíkt hafi staðið til og sú staðreynd að bókmenntafélagið Mál og menning var áfram í hluthafahópnum hafi falið í sér aðra nálgun en annars staðar, þar sem forlögin hefðu verið keypt að fullu. Tilkynntu fyrirtækin kaupin til Samkeppniseftirlitsins, jafnvel þótt sérfræðingar á þeirra vegum hefðu metið það svo að kaupin væru undir viðmiðunar fjárhæðum sem settar eru varðandi tilkynningarskyldu kaupa af þessu tagi. Það kom hins vegar mörgum á óvart þegar tilkynnt var rétt fyrir jól í fyrra að ekkert yrði af kaupunum.

Til dagsins í dag hefur ekki verið upplýst um ástæður þess hvað olli ákvörðun viðsemjendanna. Stefán segir hinsvegar tímabært að gera það nú. „Skilyrðin hefðu orðið hamlandi á okkur í alþjóðlegu samhengi. Að vera komin með einhvers konar skilgreiningu, Forlagið er með slíka skilgreiningu sem markaðsráðandi fyrirtæki og við óttuðumst að þau myndu fylgja okkur því það er litið á þetta sem samruna.“

Vill hann því meina að eftirlitsstofnanir annars staðar á Norðurlöndum, sem Samkeppniseftirlitið hér á landi á í nánu samstarfi við, myndu taka upp sömu skilgreiningu og yfirfæra á Storytel á öðrum mörkuðum en þeim íslenska. Með því „væri verið að taka helstu vopn okkar við helstu risana úr höndunum á okkur“, segir Stefán og vísar þar til frumframleiðslu fyrirtækisins.

Með skilyrðum Samkeppniseftirlitsins hefði félaginu verið gert ómögulegt að framleiða sitt eigið efni inn á streymisveitur sínar, sem sé þó það vopn sem fyrirtækið telji sig helst búa yfir til þess að eiga í höggi við stórar streymisveitur á borð við Audible.

Hér að ofan má sjá brot úr viðtal­inu en Dag­mál eru aðgengi­leg áskrif­end­um Morg­un­blaðsins hér. Einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK