Kaupa Iceland travel fyrir 1,4 milljarða

Iceland Travel var sett í söluferli í janúar síðastliðnum.
Iceland Travel var sett í söluferli í janúar síðastliðnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nordic visitor og Icelandair hafa gengið frá kaupum Nordic visitor á öllu hlutafé í Iceland travel, dótturfélagi Icelandair, en hluturinn er metinn á 1,4 milljarða. Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að af þeirri upphæð séu 350 milljónir sem muni taka mið af árangri og afkomu árin 2022 og 2023. Þá verði söluverðið einnig aðlagað miðað við skuldastöðu og hvernig gangi að gera upp útistandandi mál.

Iceland travel sérhæfir sig í þjónustu við ferðaskipuleggjendur og önnur fyrirtæki (B2B) meðan Nordic visitor er ferðaskrifstofa sem hefur sérhæft sig í að selja ferðir beint til einstaklinga (B2C).

Fram kemur í tilkynningunni að salan sé í samræmi við stefnu Icelandair um að leggja áherslu á kjarnastarfsemi sína, þ.e. flugrekstur.

„Fyrirtækin Iceland Travel og Nordic Visitor eru að mörgu leyti ólík félög en með samstarfi má byggja upp sterkari heild og auka samkeppnishæfni félagsins gagnvart erlendri samkeppni. Ekki er fyrirhugað að sameina fyrirtækin heldur verður lögð áhersla á að deila þekkingu á milli fyrirtækjanna,“ er haft eftir Ásbergi Jónssyni, framkvæmdastjóra Nordic visitor.

Það er Alfa framtak sem stendur að fjármögnun kaupanna fyrir hönd Nordic visitor.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK