Lokaverð ákveðið fyrir útboðið

Íslandsbanki.
Íslandsbanki. mbl.is/Árni Sæberg

Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt að leiðbeinandi lokaverð fyrir hlutafjárútboð í Íslandsbanka nemi 79 kr. á hvern hlut og eru líkur á því að lægri tilboð verði ekki samþykkt. Ef hver einasti hlutur er seldur fyrir 79 kr. fær ríkið rúmlega 50 milljarða í útboðinu ef 35% hlutur í bankanum verður seldur. Markaðsvirði bankans yrði þá metið á rétt rúmlega 150 milljarða króna.

Mikil umframeftirspurn er eftir bréfunum og þegar útboðslýsingin var fyrst gefin út var gert ráð fyrir að bréfin myndu seljast á bilinu 71 – 79 kr. á hlut.

Tilkynningin í heild sinni:

Vísað er til tilkynningar Bankasýslu ríkisins, fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands, og Íslandsbanka hf., um útgáfu lýsingar og leiðbeinandi verðbil í hlutafjárútboði Íslandsbanka þann 7. júní 2021 og tilkynningu er varða upplýsingar um stöðu tilboðsbókar þann sama dag.

Bankasýsla ríkisins tilkynnir hér með að umsjónaraðilar útboðsins hafa ráðlagt leiðbeinandi lokaverð fyrir útboðið sem nemur 79 kr. á hvern hlut. Líkur eru fyrir því að lægri tilboð verði ekki samþykkt.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK