Milljónir manna urðu milljónamæringar í faraldrinum

Dollarar.
Dollarar. AFP

Meira en fimm milljónir manna á heimsvísu urðu milljónamæringar árið 2020 þrátt fyrir efnahagslegar afleiðingar Covid-19-heimsfaraldursins og meira en 1% fullorðinna urðu milljónamæringar í fyrsta skipti, að því er segir á vef BBC.

Í frétt BBC er átt við þá sem eiga milljón dollara (e. millionaires) eða rúmlega 123 milljónir íslenskra króna.

Á meðan margir fátækir urðu fátækari fjölgaði milljónamæringum um 5,2 milljónir og eru þeir nú orðnir samtals 56,1 milljón samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Credit Suisse.

Þróuninni að mestu snúið við í lok júní

Þá mun endurheimt hlutabréfamarkaðarins og hækkandi húsnæðisverð hafa hjálpað til við að auka auð milljónamæringanna. Sköpun auðs virtist „algjörlega aðskilin“ efnahagslegum vanda heimsfaraldursins að sögn sérfræðinga.

Anthony Shorrocks, hagfræðingur og höfundur Global Wealth Report, sagði heimsfaraldurinn hafa haft „bráð skammtímaáhrif á heimsmarkaði“ en bætti við að þróuninni hefði að mestu leyti verið snúið við í lok júní 2020.

„Alheimsauður hélst ekki aðeins stöðugur andspænis slíkum óróa heldur jókst hann hratt á seinni hluta ársins,“ sagði Shorrocks.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK