Beint: Ný tækifæri í grænum iðnaði

Á fundinum verður horft til framtíðar og leitast við að …
Á fundinum verður horft til framtíðar og leitast við að svara því hvort Ísland sé reiðubúið að taka á móti nýjum grænum orkusæknum iðnaði líkt og stórum gróðurhúsum, ofurgagnaverum, rafeldsneytisvinnslu eða rafhlöðuverksmiðjum. mbl.is/RAX

Landsvirkjun og Samtök iðnaðarins efna til fundar um ný tækifæri í uppbyggingu á grænum orkusæknum iðnaði. Fundurinn fer fram í Hörpu klukkan 14 og má fylgjast með í beinu streymi hér að neðan: 

Á fundinum verður horft til framtíðar og leitast við að svara því hvort Ísland sé reiðubúið að taka á móti nýjum grænum orkusæknum iðnaði líkt og stórum gróðurhúsum, ofurgagnaverum, rafeldsneytisvinnslu eða rafhlöðuverksmiðjum. Varpað verður fram spurningum um hvort við höfum þá innviði sem þarf, hvernig tryggja eigi aðstöðuna, orkuna og samstarf fyrirtækja, ríkisvalds, sveitarstjórna og annarra sem málið snertir.

Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, og Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, flytja erindi. Að loknu hvoru erindi fyrir sig verða umræður. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, taka þátt í fyrri umræðum og Jóhann Þór Jónsson, forstöðumaður hjá atNorth, og Sólveig Bergmann, yfirmaður samskipta hjá Norðuráli, í þeim seinni. 

Fundarstjórn verður í höndum Magnúsar Þórs Gylfasonar, forstöðumanns hjá Landsvirkjun, og Sigríðar Mogensen, sviðsstjóra iðnaðar- og hugverkasviðs SI.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK