Skattayfirvöld sýna tómlæti

„Öll samkeppni er góð svo fremi sem allir sitja við sama borð og fari eftir sömu leikreglum.“

Þetta segir Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar, í viðtali í Dagmálum, streymisþætti á mbl.is

Segir hann eftirlitskerfið ekki standa undir væntingum sem gera megi til þess.

„Það er ekki nógu einfalt og það er heldur ekki gagnsætt. Það virðist vera hægt að komast fram hjá því að standa skil á sínu og taka þátt í því samfélagi sem við viljum búa fyrir fyrirtæki. Þar er nærtækast að nefna Bigga hjá Domino's þarna kemur fram aðili sem er forstjóri stærsta fyrirtækisins í þessum geira á Íslandi. Hann hefur uppi ákveðna gagnrýni um annan aðila á markaðnum og ég hef ekki séð að neitt hafi orðið úr því.“

Vísar Jakob þar til umræðu um veitingastaðinn Mandi sem Birgir Örn Birgisson og fleiri veitingamenn hafa beint spjótum sínum að á undanförnum mánuðum. Árið 2019 var launakostnaðarhlutfall fyrirtækisins aðeins 12,9% en bent hefur verið á að fáum ef nokkrum veitingastöðum hafi tekist að ná því hlutfalli niður fyrir 40% á síðustu árum.

Umfangsmikið og flókið eftirlitskerfi

Segir Jakob að veitingageirinn upplifi sinnuleysi í þessu efni af hálfu skattayfirvalda.

Þá bendir hann á að Samtök ferðaþjónustunnar hafi unnið skýrslu fyrir tveimur árum. Þar kom fram að fimm ráðuneyti og 11 ríkisstofnanir fara með eftirlit með ferðaþjónustunni.

„Á Íslandi eru 11, held ég að ég fari rétt með, heilbrigðisumdæmi þar sem starfrækt eru heilbrigðiseftirlit innan. Fyrir ekki stærra land finnst mér þetta ekki mjög skynsamlegt og hægt að rýna þessa stöðu til einföldunar.“

Þáttinn má í heild sinni sjá hér.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK