Friðrik nýr forstöðumaður hjá Verði

Friðrik Bragason.
Friðrik Bragason. Ljósmynd/Aðsend

Friðrik Bragason hefur verið ráðinn nýr forstöðumaður innan stofnstýringar hjá Verði. Verkefni hans og ábyrgð snúa aðallega að áhættumati, verðlagningu, vöruþróun og forvörnum.

Friðrik hefur víðtæka reynslu á vátryggingarmarkaði, starfaði hjá Tryggingamiðstöðinni 1995-2006 og hjá Vátryggingafélagi Íslands 2006-2020. Hann sat í framkvæmdastjórn VÍS til fjölda ára og kom þar m.a. að verkefnum í þjónustu, vöruþróun, vörustýringu, áhættumati, forvörnum og endurtryggingum. Síðustu misseri hefur Friðrik starfað hjá verkfræðistofunni EFLU við brunahönnun, að því er segir í tilkynningu.

Friðrik er með meistarapróf í byggingar- og brunaverkfræði frá Tækniskólanum í Lundi í Svíþjóð. Hann er kvæntur Maríu Guðmundsdóttur, deildarstjóra í Laugarnesskóla, og eiga þau þrjá syni.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK