Yfir 700 milljónir í endurgreiðslur

Kvikmyndver á Gufunesi.
Kvikmyndver á Gufunesi. mbl.is/​Hari

Útlit er fyrir að endurgreiðslur vegna kostnaðar við kvikmyndaframleiðslu hér á landi verði lægri í ár en í fyrra. Samkvæmt yfirliti á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands nema endurgreiðslur rétt ríflega 700 milljónum króna það sem af er ári.

Það er um það bil helmingi minna en greitt var út árið 2020 en hafa ber þó í huga að enn er talsvert eftir af árinu. Þannig hefur ekki verið greitt enn út fyrir íslenskar kvikmyndir á borð við Saumaklúbbinn eða Dýrið auk þess sem myndir á borð við Birtu og Leynilöggu hafa ekki verið frumsýndar.

Mynd/mbl.is

Endurgreiðslurnar í ár skiptast nær jafnt á milli innlendra og erlendra verkefna. Alls voru 312 milljónir króna greiddar út vegna raunveruleikaþáttanna The Challenge sem sýndir eru á MTV og teknir voru upp í fyrra, meðal annars við Jökulsárlón og á Þingvöllum.

Þá voru ríflega 30 milljónir greiddar út vegna stórmyndarinnar Dungeons and Dragons. Umtalaðir heimildarþættir breska sjónvarpsmannsins Alexanders Armstrongs, þar sem hann heimsótti meðal annars Reðursafnið, fengu 2,7 milljónir.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK