Spá hærri verðbólgu

Landsbankinn.
Landsbankinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,6% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða. Gangi spáin eftir hækkar verðbólgan úr 4,4% í 4,5%.

„Verðbólga án húsnæðis hefur gengið nokkuð hratt niður að undanförnu og mældist hún 3,3% í september en hún sló hæst í 4,7% í janúar. Við spáum því að verðbólga án húsnæðiskostnaðar verði 3,4% í október,“ segir í tilkynningu frá deildinni.

Hún telur helstu áhrifaþættina á verðbólguþróunina í september verða reiknuð húsaleiga, bensín, húsgögn og heimilisbúnaður. Þessir liðir muni vega til hækkunar á verðlagi.

„Spá okkar til næstu þriggja mánaða er að VNV [vísitala neysluverðs] hækki um 0,4% í nóvember, 0,3% í desember en að hún lækki um 0,3% í janúar. Gangi spáin eftir mun verðbólgan verða 4,8% í janúar. Við teljum að verðbólga án húsnæðis verði 3,2% í janúar,“ segir í tilkynningunni.

Þar er einnig nefnt að vísitala neysluverðs hafi hækkað um 0,47% milli mánaða í september og mældist verðbólgan 4,4%.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK