Bretar vilja auka viðskiptin við Ísland

Buchan ræddi við ViðskiptaMoggann í bústað breska sendiherrans.
Buchan ræddi við ViðskiptaMoggann í bústað breska sendiherrans. Eggert Jóhannesson

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, skipaði nýverið þingkonuna Felicity Buchan sem viðskiptaerindreka gagnvart Íslandi og Noregi. Hlutverk hennar er að efla viðskipti milli landanna og í því skyni kom hún til Íslands í síðustu viku og ræddi við fyrirtæki og fjárfesta.

Spurð um hlutverk viðskiptafulltrúa segir Buchan það í fyrsta lagi að stuðla að auknum viðskiptum Breta við Íslendinga. Í öðru lagi að stuðla að auknum viðskiptum íslenskra fyrirtækja í Bretlandi og í þriðja lagi að starfa við hlið Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi, við að styrkja tengsl milli ríkjanna. Hún hafi í heimsókn sinni að þessu sinni hitt fulltrúa fjármálageirans, skipafélaga og lögfræðistofa og fólk á fleiri sviðum.

Geta dvalið í tvö ár

Þá rifjar Buchan upp minnisblað varðandi dvalarrétt ungmenna í ríkjunum tveimur. Frá og með 1. janúar næstkomandi taki nýjar reglur gildi sem heimili íslenskum ríkisborgurum á aldrinum 18 til 30 ára að fara til Bretlands í tvö ár, til náms og starfa, og sömuleiðis Bretum á sama aldri að koma til Íslands.

Lestu ítarlegt samtal í ViðskiptaMogganum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK