Google greiðir 74 milljarða sekt

AFP

Bandaríska tæknifyrirtækið Google hefur greitt 500 milljóna evra sekt, sem samsvarar um 74 milljörðum kr., sem frönsk samkeppnisyfirvöld lögðu á fyrirtækið, en málið varðar samkomulag um höfundarréttarvarið efni fjölmiðla. Talsmaður franskra stjórnvalda greindi frá þessu í dag. 

Samkeppniseftirlitið í Frakklandi ákvað sektina í júlí en eftirlitið sagði að Google hefði ekki gert samkomulag við fjölmiðlafyrirtæki varðandi notkun á þeirra efni samkvæmt gildandi lögum og reglum Evrópusambandsins um höfundarvarið efni. 

Cedric O, sem er ráðherra stafrænna málefna í Frakklandi, sagði við franska þingmenn að Google hefði greitt sektina, jafnvel þótt að tæknirisinn hefði ákveðið að áfrýja ákvörðuninni. 

Franska samkeppniseftirlitið fyrirskipaði Google jafnframt til að semja við fjölmiðlafyrirtækin innan tveggja mánaða um fjárbætur varðandi það höfundarréttarvarða efni sem Google er þegar að nota. Annars eigi Google í hættu á að 900.000 evra dagsektir, sem samsvarar um 133 milljónum kr., verði lagðar á fyrirtækið dragist það á langinn.  

Árið 2019 samþykkti ESB höf­und­ar­rétt­ar­til­skip­un sem heimilar ekki notkun á fjölmiðlaefni án þess að greitt sé fyrir það.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK